Færsluflokkur: Bloggar
30.11.2007 | 14:54
Vísun í dægurlag
Er ekki rétt að vísa rétt til þegar menn vísa til vísna á annað borð
"er ekki tími til kominn að tengja" sungu skriðjöklar í eina tíð.
Ræs! sagði Össur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 07:59
Sögnin að hlakka
Sögnin að hlakka stendur greinilega ekki bara í skólakrökkum heldur einnig í íþróttafréttamönnum. En riðillinn er góður bæði fyrir áhorfendur og eins fyrir landsliðið ef það rífur sig upp úr öldudalnum. Ég hlakka til.
Kristján hlakkar til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2007 | 18:46
Hver tekur við landsliðinu, skoðanakönnun.
Avram Grant: Redknapp eða Mourinho | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 16:01
Rólegir í Englandi
K.S.Í. væri búið að ráða þjálfara enda þarf ekki að leita langt yfir skammt á þeim bænum. Innanbúðarfólk er boðað á starfsmannafund og þeim boðið jobbið. Ræstitæknar standa þar jafnfætis vallarverðinum og miðasöludrengir jafnfætis skrifstofustjóranum... reglan er bara að vera góðir við formann K.S.Í. og röfla ekki þó æfingaleikir finnist ekki og leikmenn vilji frekar vera heima að chilla eða á börum á milli leikja með starfsmönnum K.S.Í.
K.S.Í. ætti e.t.v. að halda námskeið fyrir þá ensku "how to hire a useless trainer in seconds"
Martin O'Neill vill ekki enska landsliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 12:08
40.000 ár
Hryðjuverkamenn í Madrid dæmdir í 40 þúsund ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 20:30
Þrot
Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2007 | 10:30
Landsambandið
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2007 | 18:16
Landsleikur
Ísland lá fyrir Lettum í dag og var það e.t.v. fyrirsjáanlegt. Það sem var ekki fyrirsjáanlegt var hversu værukærir Íslendingar voru í vörninni, þeir ætluðu að spila eins og Ítalía eða Spánn út úr vörninni en Lettar pressuðu stíft og hirtu boltann trekk í trekk rétt utan vítateigsins. Steininn tók þó úr þegar Kári nokkur Árnason birtist, ég hélt að hann væri búinn með sinn kvóta sem farþegi í landsliðslestinni en svo er greinilega ekki.
þegar kemur að öðrum leikmönnum er óhætt að segja að menn voru nokkuð frá sínu besta og voru alveg búnir þegar leið að lokum leiksins. Menn sátu fastir á hælunum og komust ekki af stað á móti boltanum og hættu að hlaupa í eyður heldur biðu eftir að fá boltann í fæturna. En svona er þetta.. við tökum vonandi næsta leik sem er á móti Lichtenstein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 08:26
Raunasaga úr sjávar"þorpi"
Brátt við Bingi skyldum funda
Í Breiðholtið hann mun skunda
En einhver töf er enn á því
Annað hann fór víst í dömufrí.
Þar var kominn Glanni glæpur
Getulaus í höfði tæpur
Hann brosti hér en þar brast í grát
Bara sagðist vera mát.
Hann sér kuta góðan keypti
Keyrði í bak mitt og af byssu hleypti
Skaut mig niður af stalli þeim
Skemmdi frægð mín´um allan heim
Það vita:..
Bingi Framsóknar og Dabbi læknisins
Guðni orðheppni og Marteinn mosdalinn
Geiri Sjálfstæði og Yoko Onoin
Hringur stjarnanna
Og einnig ég
Atkvæði vildi ég aðeins veiða
Vildi ekki Binga meiða
En hann sagði mér fara heim
Hann tók í höndina á ÞEIM
Hann ætlar víst öllu hér að ráða
Hans fortíð veldur mér þó kláða
Hann rembist einn sem rjúpa við staur
Reynir að sanka að sér aur..
Það vita:.
Dabbi læknisins og Svandís vinstri græn
Denni dæmalaus og tími minn kemur
Alfreð alvitur og Margrét Sverris Sverr
Dabbi í bankanum....
Og einnig ég
Reiður orðinn rölti til Geira
Reyndar sagðist hann ei vilja heyra
Sagði Villi æi andskotans
Reynd´að komast brátt til manns
Friðarsúlan friðsæl stendur
Fór ég þangað ekkert kenndur
Friður var þar fínn um allt
Nú friður er úti mér er kalt
Brátt maður verð ég í minnihluta
Marteinn á reyndar góðan kuta
Stingur hann mig strax í bak
Sterkt hefur hann á mér tak
Ég kúri heima og klökkur vona
Kannski fer þetta ekki svona
Er þetta draumur sem deyr út senn
Dagur kemur ég ræð hér enn
Það vita...
Dabbi læknisins og Júlli Vífillinn
Hannes Hólmsteinninn og allir íslenskir
Yoko Onoin og gömlu bítlarnir
Restin af heiminum....
En ekki ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 22:20
Skammtastærðir..!!
Nú er skammtafræði ekki eingöngu í náttúruvísindum heldur einnig og ekki síður í viðskiptafræði. Það var áhugaverður þáttur í sjónvarpinu um mat og stærðir á skömmtum ásamt fleiru. Ég fór að velta fyrir mér og rifja upp skammta og stærðir hér áður fyrr. Þá keypti maður sér litla eða stóra (33cl) kók og kannski lítið eða stórt prins póló. Nú er stórt prins póló orðið lítið prins pólo og til er XL prins póló og svo er stór kók orðin hálfur líter og maður sér krakka með tveggja lítra kókflösku á vörunum. Það er miklu fleira, mars og XL mars, Kit Kat og 30% frí viðbót við eðlilega stærð. Popp í bíó er bara grín, lítill popp er eins og stór var, kókglös í bíó eru stórt, mjög stórt eða risa stórt. Pizzur eru allt of stórar, enginn kaupir þessar litlu. Ef maður fer í ísbúð og kaupir barnaís þá er hann jafnstór ef ekki stærri en venjulegur ís var fyrir 3 - 4 árum. Allt gos er drukkið úr hálfslítra brúsum og þykir það tíðindum sæta ef menn kaupa appelsín eða kók í gleri (litla) en ekki hálfan líter hið minnsta.
Fólk horfir á hreyfingarleysi og kennir því um hvernig næsta kynslóð er orðin. Auðvitað er hreyfingarleysi hluti af vandamálinu en er ekki hin ellan magnið sem látið er ofan í sig. Það er tilboð á kóki... þú kaupir sex 2ja lítra flöskur og færð 50 krónur í afslátt og hvað gerist, ansi margir skella kippunni í körfuna og þegar 12 lítrar af kóki eru til þá er enginn hægðarleikur að hafa hemil á drykkjunni meðal heimamanna. Kexpakkar eru með 50%extra ókeypis.
Við erum orðin svo blind á þetta að við tökum þetta sem sjálfsagðan hlut en það eina sem gerist er að neyslan á þessum vörum sem oftar en ekki eru "óhollar" eykst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)