Landsleikur

Ísland lá fyrir Lettum í dag og var það e.t.v. fyrirsjáanlegt.  Það sem var ekki fyrirsjáanlegt var hversu værukærir Íslendingar voru í vörninni, þeir ætluðu að spila eins og Ítalía eða Spánn út úr vörninni en Lettar pressuðu stíft og hirtu boltann trekk í trekk rétt utan vítateigsins.  Steininn tók þó úr þegar Kári nokkur Árnason birtist, ég hélt að hann væri búinn með sinn kvóta sem farþegi í landsliðslestinni en svo er greinilega ekki. 

þegar kemur að öðrum leikmönnum er óhætt að segja að menn voru nokkuð frá sínu besta og voru alveg búnir þegar leið að lokum leiksins.  Menn sátu fastir á hælunum og komust ekki af stað á móti boltanum og hættu að hlaupa í eyður heldur biðu eftir að fá boltann í fæturna.  En svona er þetta.. við tökum vonandi næsta leik sem er á móti Lichtenstein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband