Færsluflokkur: Bloggar

F.H. bikarmeistari - Fylkir í Evrópukeppni

Það er ekki oft sem maður heldur með F.H. en í dag var ekki hjá því komist vegna eiginhagsmuna því að sigur hjá F.H. þýddi að Fylkir fékk evrópusæti í Toto-keppninni sem hefur braggast eilítið frá því að þetta var baggi á liðum. 

Stjórnmálaóreiða

Það er alveg með eindæmum hvað stjórnmálamenn eru sjálfhverfir.

Framsóknarflokkurinn rétt nær einum manni inn í borgarstjórn og sest hann í oddasæti og veður yfir borgarbúa á skítugum skónum og hirðir allar þær krónur sem koma inn á vegum veitufyrirtækja og skiptir upp á milli hirðmanna sinna. Hann hefur nákvæmlega ekkert fylgi á bak við sig og það er hreint með ólíkindum hvað hann er að gera miðað við fylgið.

Sjálfsstæðisflokkurinn er ekkert skárri að hafa ekki burði til þess að standa upp og slíta samstarfinu í kjölfar svona fáránlegra samninga. Það verður gaman að fá reikninga fyrir orku inn um lúguna eftir einhver ár þegar strákarnir í borginni hafa klúðrað einhverri yfirtökunni og verða að hækka verðið á rafmagni / heitu vatni til að klóra yfir klúðrið, en hættir einhver, nei... hér þarf ekki að bera ábyrgð á klúðrinu nema þá hjá þeim sem reka heimilin þeir þurfa að axla ábyrgð en þeir sem reka fyrirtæki/stofnanir þeir eru í peningaáskrift hjá fjármálaráðuneytinu.

 Merkilegt að forstjórar stofnana skuli ekki fjúka þegar ár eftir ár er farið heiftarlega fram úr fjárveitingum... ég veit að bankinn minn myndi ekki leyfa mér þetta..

Svo er annað líka en það er yfirtaka sveitarfélaga á verkefnum frá ríkinu.  Sveitarfélögum er afhent verkefni sem kosta gríðarlega mikið en fá lítið sem ekkert með þessum verkefnum frá ríkinu.  Sveitarfélögin eru eins og smákrakkar (án þess þó að ætla að gera lítið úr smákrökkum) sem fá nýtt dót, verða alsæl að fá fleiri leikföng en geta svo ekki gert neitt almennilegt úr því.  Hvernig væri að sveitarfélögin tækju yfir rekstur landsvirkjunar og annarra stofnana sem gefa eitthvað af sér frekar en taka að sér það dýrasta og standa eftir slipp og snauð.   Það er ekki furða að ríkiskassinn skili afgangi.  


Stjórnarandstaðan

Það er alveg merkilegt hvað allt snýst við á augabragði ef menn detta úr stjórn, skiptir þá oft engu máli hvort það er á Alþingi eða í stjórn félagasamtaka.  Það virðist vera skylda - mottó - að vera á móti þeim sem taka við, sérstaklega ef menn eru felldir í kosningu.  Nú eru stjórnarandstöðuflokkar að tilkynna að þeir ætli að standa vaktina á Alþingi saman.  Halló, þeir voru aldrei sammála á síðasta kjörtímabili, annar í stjórn en hinn í andstöðu en núna allt í einu eru þeir sammála um að vera á móti og það virðist vera nóg.  Nú er ég ekki að mæla málflutningi stjórnar bót heldur undrast að það að vera ekki í stjórn einfaldi málin.. nú er nóg að vera sammála að vera á móti stjórninni hvað sem tautar og raular.  Er ekki nær að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig og standa þá annað hvort með stjórninni ef málið er til framdráttar en vera á móti ef það stríðir gegn stefnu flokksins, nema náttúrulega að stefna flokksins er einfaldlega, verum á móti stjórninni.

Ósáttir við hvað?

Í fréttinni kemur ekkert fram hvað hann gerði til að ögra stuðningsmönnum Lilleström... Þetta er ekki frétt..
mbl.is Stuðningsmenn Lilleström ósáttir við Ármann Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er maðurinn..

Jæja, hafði þetta aftur,  kominn með 2 sigra...

Ég hugsa mér persónu..


Spurningarkeppni Kalla Tomm

Jæja ég náði að merja sigur á sekúndubroti á undan 2 öðrum þannig að ég hef huxað mér persónu..

Skiptibúskapur

Eru þeir ekki bara að forðast alla þessa Íslendinga sem setjast að á Spáni.  Þeir sniglast nú varla mikið hérna eftir áramótin þegar frosthörkurnar bresta á nema þeir dragi sig inn í skelina sína eins og margir Íslendingar og nýbúar gera þegar skammdegið skellur á. 
mbl.is Spánarsniglar finnast hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhliða ákvörðun?

Ætli K.S.Í. hafi borið það undir Skagamenn og Valsmenn hvort þeir ættu að breyta leiktíma Vals og F.H. eða ákveðið það einhliða að ekki yrði breytt.  K.S.Í. segir að Skaginn geti náð Val en halló, þeir geta jafnað stigatöluna en Valur er með 12 mörkum betri markatölu þannig að allt þyrfti að fara á versta veg hjá Val á meðan Í.A. ynni stóra sigra.  T.d. þyrfti ÍA að vinna næstu leiki með sjö marka mun á meðan Valur tapaði með fimm til sex markamun.  Ég sé það ekki alveg gerast og held að Guðjón og félagar sjái það ekki heldur.  Það væri bara gaman fyrir knattspyrnumenn að geta farið á leik með sínum mönnum og séð einnig úrslitaleik mótsins, að ég tali nú ekki um leikmenn hinna liðanna sem gætu farið og séð mótið klárast eða svo gott sem.


mbl.is Leikur FH og Vals ekki færður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að nýrri síðu

Nú verður tekið á því og síðan uppfærð betur en verið hefur.  Hér mun allt sem mér dettur í hug og það sem mér dettur ekki í hug fært inn.  Bloggað um fréttir og fleira.... 

Etwinning

Nemendur í 10.bekk í Síðuskóla eru í etwinning verkefni.  Eitt af því sem má gera er að búa til myndband með krökkunum við vinnu og það er hér.  Taka skal tillit til þess að þetta er fyrsta myndbandið sem ég geri og vona ég þið virðið viljann fyrir verkið.

 

bibbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband