Færsluflokkur: Bloggar

Ríkissjónvarpið

Nú er komin frétt á fótbolti.net að það eigi að sýna landsleik í kvennaknattspyrnu á laugardag, kosningardag en samt er ekki hægt að sýna handbolta nokkrum dögum fyrir kosningar.  Hvers lags rugl er þetta.  Kvennalandsliðið er reyndar búið að standa sig frábærlega í knattspyrnunni en úrslitakeppnin í handbolta er líka gríðarlega gott sjónvarpsefni.

Vonandi verður sýnt frá leik í kvöld.


mbl.is Aron: „Verðum að sigra í kvöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnaveðmál

Ég veðja að stelpan verði skírð Landsbjörg.  Gerpir er frekar ljótt nafn á stelpu.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverju að rústa.

Kristján hefur fundið nýjan bruna vettvang.  Brunarústir Akureyrar, Ísafjarðar og þjóðarinnar eru ekki nóg.  Nú skal reyna að rústa Sjálfsstæðisflokknum og verður það sjálfsagt lítið vandamál fyrir hann.  Ef hann vinnur þá skilur hann við hann þannig að hans vinir og kunningjar verða búnir að fá öll innri störf og allt sem hann kemur nálægt verður gert af persónulegum greiða.  Akureyrarbúar eiga núna Akureyrarvöll = bílastæði, áttu leiksvæði fyrir börn sem er orðið líkamsræktarstöð og síðast en ekki síst þá er menningarhús bæjarins svo dýrt að ekki er hægt að hita upp gervigrasvelli fyrir yngstu kynslóðina.

 Gangi honum vel að rústa áfram öllu því sem hann kemur að.

 


mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mönnum ekki sjálfrátt

Hvað er að mönnum.  Finnst virkilega einhverjum það sjálfsagt mál að HB Grandi greiði arðgreiðslur.  Meira að segja í hinni siðblindu Ameríku eru forstjórar að skamma þá sem taka slíkar ákvarðanir vegna ástandsins og aðstoðar sem fyrirtæki fá frá hinu opinbera.  Hér á Íslandi var gengið skrefi lengra.  Fyrirtæki fengu ekki aðstoð frá hinu opinbera heldur frá starfsmönnum með því að taka til baka launahækkun.  Ef HB Grandi getur greitt arð þá hlýtur sama fyrirtæki einfaldlega að geta gengið fram fyrir skjöldu og afþakkað þessa launahækkunarfrestun.  HB Grandi getur greitt arð og mannsæmandi laun.  Það eru góð skilaboð út í samfélagið.  HB Grandi getur greitt arð en ekki mannsæmandi laun, það eru ekki góð skilaboð.  HB Grandi getur greitt mannsæmandi laun en þetta árið er því miður ekki hægt að greiða arð eru líka góð skilaboð.

Þeir sem hafa efni á að taka áhættu í atvinnulífinu eiga að hafa efni á því að fá ekki aurinn alltaf til baka.  Þeir sem ráða sig í vinnu hjá fyrirtækjum eru ekki að taka áhættu, þeir eru að reyna að eiga fyrir salti í grautinn og saltið er orðið dýrt. 

Arður af fyrirtækjum hlýtur að ráðast af því hversu mikið stendur eftir þegar búið er að greiða þau laun sem á að greiða.  Ef ekki er hægt að greiða full umsamin laun þá getur varla verið mikið eftir til arðgreiðslu.  Ef búið er að greiða öll þau laun sem samið er um án undanþágu þá er líka allt í lagi að greiða arð svo lengi sem hann er ekki út í hróa eins og undanfarin ár.

 


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð - einmitt

Björgvin er annaðhvort lesblindur eða heimskur, eða bæði.  Hann hefur lesið einhvers staðar að þeir sem bera ábyrgð á klúðri eiga að segja af sér.  Þar sem hann er væntanlega a.m.k. lesblindur þá var hann lengi að lesa að þessari klásúlu í þeirri bók sem hann var að lesa.  Hann hætti væntanlega að lesa þar og kom því aldrei að kaflanum að þeir sem klúðra og segja af sér (að lokum) eiga að snúa sér að einhverju öðru en ekki að reyna að komast á sama stað aftur til að klúðra málum að nýju.  Að vísu er þetta ekki í fyrsta skipti sem Íslenskir lesblindir stjórnmálamenn gera þetta.  Árni Johnsen og Guðmundur Árni fóru báðir aftur í stjórnmál eftir afsögn.

Auðvitað á hann ekkert erindi á þing, hvað þá í ríkisstjórn.


mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins dauði er annars brauð

Merkilegt hvað það fylgir oft frétt um meiðsli í herbúðum Barcelona að Eiður ætti að eiga betri möguleika fyrir vikið. 

Er hann ekki búinn að fá að spila fullt.


mbl.is Iniesta frá keppni næstu vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer forsetinn næst

Nú er ríkisstjórnin farin sem klúðraði eftirliti með eftirlitsstofnunum.

 

Davíð fer næst sem stjórnandi eftirlitsstofnunar.

 

Hvenær fer Ólafur Ragnar?  sem hvatti og ferðaðist vítt og breitt með útrásarmönnunum.


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur

Tvískinnungur réttarkerfisins:

 1. ef hann er síknaður af því að flengja kærustuna vegna bsdm þá átti náttúrulega að kæra hann fyrir kynferðislega áreitni við drengina því hann fær bersýnilega eitthvað út úr flengingum.

2. ef hann er síknaður af því að flengja drengina vegna þess að það er í lagi að flengja óþekk börn þá hlýtur það að vera sök að flengja fullorðinn einstakling.  Þ.e.a.s. líkamsárás.

 

Tvískinnungur borgaranna:

1.  Það er bannað að refsa börnum vegna þess að það má ekki en samt viljum við koma í veg fyrir óaga en það má samt ekki snerta börn.  Þá er maður ekki að tala um líkamsmeiðingar.  Rassskelling er ekki líkamsmeiðing ef hún er notuð af heilbrigðri skynsemi.

2.  Krakkar nú til dags eru agalausir og það þarf að bæta það.  Hvernig jú með því að kynna það fyrir þeim að það er algjörlega bannað að snerta þá og þeir geti kært Pétur og Pál fyrir að taka í öxlina á þeim eða ýta þeim út úr skólastofu.  Hvernig heldur fólk að þetta endi.  Sumir krakkar eru með skóla og kennara í skrúfstykki því að það má ekkert, það má ekki reka krakka úr skóla sem haga sér illa.  Það má ekki koma við þá vegna þess að þeir gætu fengið marblett.  En samt stunda þau íþróttir þar sem snerting veldur oft meiðslum. 

3. Auðvitað er allt best í hófi.  Foreldrar verða annað hvort að sætta sig við að sumir krakkar eru óþekkari en aðrir og taka ekki mark á töluðu orði, rífa kjaft og níða jafnaldra jafnt sem foreldra.  Auðvitað verður að taka á því með þeim verkfærum sem til eru.  Láta þau vita að þau ráði ekki.  Að það sé ekki sjálfsagt að þau geti haldið heilu bekkjunum í gíslingu því að það er ekkert hægt að gera.  Foreldrar vinna meira úti, sjá krakkana sjaldnar og veita þeim það sem þau biðja um.  Svo koma þau í stofnanir eins og skóla og þar lenda þau á þeim vegg að fá ekki að stjórna öllu sem gerist í kringum þau.  Það verður erfitt en til þess að gera krakkana að almennilegum borgurum verða kennarar og starfsmenn skóla að kenna þeim ýmislegt sem þau ættu að læra heima hjá sér eins og kurteisi, hlýðni, jákvæð samskipti og virðingu fyrir öðrum ásamt fleiru. 

Að sjálfsögðu er um mjög fá börn að ræða sem falla undir þetta og í margir skólar eru alveg lausir við þetta vandamál sem betur fer.

Ofbeldi er alltaf versta úrræðið en er samt úrræði og ofbeldi er teygjanlegt hugtak sem verður aldrei samstaða um hvenær breytist úr umvöndun í ofbeldi.

Svo það sé á hreinu þá er ég á móti ofbeldi og hef ekki og mun ekki rassskella börnin mín en ég dæmi ekki þá sem það gera nema sjái á barninu á eftir.

 


mbl.is Mátti flengja drengi kærustu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glötuð tækifæri

Nú var kúkað upp á bak.  Allt í lagi að að draga úr væntingum af fyrirhugaðri málsókn vegna þess að það hefði verið vonlaust að vinna hana. En að benda á að þá hefði verið að sóa peningum rétt eftir háðulega útreið úr gæluverkefninu hjá öryggisráðinu er ekki góð leið.  Nær hefði verið að benda bara á að allir / flestir töldu að ekki hefði verið líklegt að við hefðum unnið.  Peningar eru aukaatriði enda ekki um stóra upphæð í sjálfu sér að ræða miðað við það sem var mokað í gæluverkefnið og í önnur gæluverkefni s.s. sendiráðóráðsíuna og fleira.

Ingibjörg Sólrún missti hins vegar af gullnu tækifæri til að koma standandi niður úr þessu þegar hún veiktist í haust.  Þá hefði hún átt að draga sig vegna veikinda úr stjórnmálum tímabundið og koma sterk inn þegar kosið væri næst ef hún kæmi þá eitthvað til baka. 

Auðvitað skiptir það í sjálfu sér ekki máli þó málið myndi tapast, með því að fara í mál hefði verið bent á það sem gert var án okkar aðildar til að hjálpa bönkunum við að sporðreisast og renna örugglega í dýpið, kannski hefðu þeir gert það sjálfir´.


mbl.is Væntu of mikils af dómsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni fjárglæfraráðherra

Ég er afskaplega undrandi á honum Árna að segja ekki af sér þrátt fyrir ítrekuð embættisglöp.  Hann er náttúrulega fjármálaráðherra og bankahrunið hefði átt að hrynja eins og himnarnir á Aðalrík Gaulverja og taka hann með sér í fallinu.  En nei ekki var það nagli í kistu karls.  Áfram skyldi haldið.  Nú í síðustu viku álítur umboðsmaður alþingis að hann hafi gert stór og mikil embættismistök við að ráða Þorstein Dabba Kóngsson sem dómara en það er ekkert til að kippa sér upp við þó svo að brotin hafi verið lög.  Þetta reddast.

Að öðru ef við gefum okkur að Árni hefði haldið sig við það sem hann á að kunna, a.m.k. betur en að stýra fjármálum lýðveldisins, dýralækningar.  Ef hann væri starfandi dýralæknir og hefði fellt heilt kúabú vegna mistaka t.d. farið bæjarvillt þegar kúariða hefði komið upp á Brekku en hann fór óvart á Læk og slátraði öllum kúnum þar.  Hann hefði sennilega verið látinn sæta ábyrgð, a.m.k. hefðu bændur hugsað sig tvisvar um áður en þeir hringdu næst. 

Hann hefði hugsanlega gert slíkt hið sama við riðuveiki, lógað einhverjum kindum á vitlausum bæ og þurft að taka hatt sinn og staf enda er það ekki látið viðgangast að slátra skepnum af eintómum skepnuskap eða heimsku.

Hins vegar má slátra heilu byggðarlögunum, fjölskyldunum, fyrirtækjunum án þess að votti fyrir samviskubiti.  Það má í leiðinni bjarga börnum flokksmanna með vinnu sem gefur ágætlega af sér og er ágætis leið upp að kjötkötlunum þegar fram líða stundir.

Árni, ég veit reyndar að það myndu ekki margir hafa samband ef þú færir í dýralækninn en dýrin hljóta samt að skilja þig betur en mennirnir því að þú galar bara tóma vitleysu.

En samt... ég vil ekki dýrum það illt að þú komir nálægt þeim, spurning um vinnu í álveri, við meindýraeyðingu.  Þú þarft reyndar ekkert að fara langt til að æfa þig í meindýraeiðingu, þú getur byrjað í alþingishúsinu, þar er víst nóg af nagdýrum sem naga af sér hendurnar frekar en að sýna þær skítugar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband