Færsluflokkur: Bloggar

Fylkir

Það var undarlegt að fylgjast með umsögnum og einkunnagjöf eftir Fylkisleiki í Morgunblaðinu í sumar.  Það var eins og það hefði verið farið eftir spá um vorið því að það voru ansi fáir Fylkismenn sem fengu mörg M þrátt fyrir gott spil og frábæra frammistöðu. 

 Síðan var enginn í liði ársins. 

Þjálfari ársins var greinilega valinn í júlí en ekki í lok tímabils.  Hvaða rugl var það.


mbl.is Staddur á lélegri bíómynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað fá karlarnir

Hvað ætli karlaliðið hefði fengið hefði það komist áfram til S-Afríku? 
mbl.is EM: Þær norsku fá 67.000 kr. á mann ef þær vinna gullið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl

Þetta er svo langt frá því að vera mjög gróft brot.  Ef hinn leikmaðurinn hefði ekki meiðst svona alvarlega þá hefði þetta verið gult spjald.

 


mbl.is Witsel fékk langt keppnisbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er jafnrétti?

Hvort er meira jafnrétti að leyfa konum að dæma hjá konum til að konur fái að dæma alvöru landsleiki þrátt fyrir að vera með litla reynslu eða að láta bestu dómara Evrópu dæma hjá konum og körlum?

 Vona að einhverjar sem tengjast feministum svari því.


mbl.is EM: Má endurskoða kvendómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttisöfgar

Það er nú meiri helv. vitleysan að láta konur dæma úrslitakeppni kvenna.  Einhvern tíma bráðum kannski en þær eru svo nýbyrjaðar að dæma á alþjóðavettvangi að þær verða að auka reynslu sína áður en þeim er hent í stórkeppni.  Að sjálfsögðu eiga hæfustu dómarar að dæma úrslitakeppnir, karla og kvenna.  Það á ekki að nýta jafnréttisumræðu í þetta mál.  Jafnréttið er að bæði kyn fái bestu mögulegu dómgæslu.
mbl.is EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pottur brotinn hjá KSÍ

Að sjálfsögðu átti að fresta leiknum því að KSÍ klúðrar málunum.  Það þýðir ekkert fyrir Þóri að bera fyrir sig að Hvöt hefði átt að redda öðrum markmanni.  Þeir sóttu um undanþágu og fengu hana.  Þar með þurftu þeir ekki að hafa áhyggjur fyrr en framkvæmdarstjóri KSÍ fer að vinna vinnuna sína sem hann hefði átt að gera áður en leyfið var veitt.  Að plana eitthvað b þegar málið er í höfn er náttúrulega ekkert annað en tilraun til að sópa yfir eigin klúður.  Ef KSÍ hefði ekki veitt undanþáguna þá hefði Hvöt eflaust reddað sér öðruvísi.  Þórir gerir engum greiða með því að reyna að moka skítnum eitthvað annað.  Biðjast frekar afsökunar og segjast ætla að breyta vinnureglum (er það ekki venjan þegar klúður á sér stað) KSÍ í þessum málum. 
mbl.is Þórir Hákonarson: „Mistök af minni hálfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil þetta ekki

Var maðurinn stöðvaður á 194 km hraða en fékk að keyra á lögreglustöðina þar sem hann var sviptur.  Var hann undir áhrifum en ók samt.  Eru menn ekki sviptir á staðnum á svona hraða.  Verður bíllinn gerður upptækur. 

 


mbl.is Tekinn á 194 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmannamál

Er Arsene Wenger á rangri leið með sinni leikmannastefnu.  Ég held ekki.  Í dag vantaði ansi marga góða leikmenn sem eru á sjúkralista á meðan utd. hafði alla sína bestu menn.  Kannski er utd bara betra lið.  Það verður alltaf þannig að annað liðið sigrar í undanúrslitum.  En að komast í undanúrslit er mjög gott.  4 sæti í deild er líka gott.  Rosinsky, Eduardo, Clicy og rússinn Arshavin ættu allir svo gott sem sæti í liðinu ef þeir væru heilir og mættu spila.  Á næsta ári verður Wenger hins vegar að losa sig við Abedayor og Bendtner enda eru þeir arfaslakir senterar, allt of hægir.  Hann veðrur að vera með alvöru senter, fljótan og tilbúinn til að leika fyrir liðið.  Bendtner er betri fyrir liðið því Abedayor er búinn að klúðra ótal sóknum með því að nenna ekki að koma sér úr rangstöðu tímanlega.  Auk þess sem hann er ekki nægilega fljótur sem framherji í þessum deildum, ensku og meistara.   Það er ástæða staðins sóknarleiks í dag, senterar hreyfðu vörnina ekki neitt, biðu bara á fjærstöng á milli tveggja turna.

En utd var mjög gott í dag. 


mbl.is Wenger: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óheppnir

Merkilegt hvað Arsenal stendur sig vel þrátt fyrir að þeirra helstu vonarstjörnur eru í burtu a.m.k. einn í einu.  Eduardo allt síðasta tímabil, Rosincky allt þetta tímabil.  Fabregas og Walcott meira og minna núna sem og meiri hluti varnarinnar.  Ég vildi að West Ham hefði staðið sig svona þegar allir voru meiddir hjá þeim.  Ætli það sé nokkur í Arsenal liðinu sem hefur sloppið í vetur við meiðsl?


mbl.is Tveir á sjúkralistann hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumur sigur

Einu sinni var 10 marka sigur nokkuð öruggur sigur en vegna dómgæslu á milli landa í handboltanum þá er alveg rétt að 10 marka sigur er ekki öruggur.
mbl.is Ólafur með 4 mörk í naumum sigri á Hamburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband