Skil þetta ekki

Var maðurinn stöðvaður á 194 km hraða en fékk að keyra á lögreglustöðina þar sem hann var sviptur.  Var hann undir áhrifum en ók samt.  Eru menn ekki sviptir á staðnum á svona hraða.  Verður bíllinn gerður upptækur. 

 


mbl.is Tekinn á 194 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikmannamál

Er Arsene Wenger á rangri leið með sinni leikmannastefnu.  Ég held ekki.  Í dag vantaði ansi marga góða leikmenn sem eru á sjúkralista á meðan utd. hafði alla sína bestu menn.  Kannski er utd bara betra lið.  Það verður alltaf þannig að annað liðið sigrar í undanúrslitum.  En að komast í undanúrslit er mjög gott.  4 sæti í deild er líka gott.  Rosinsky, Eduardo, Clicy og rússinn Arshavin ættu allir svo gott sem sæti í liðinu ef þeir væru heilir og mættu spila.  Á næsta ári verður Wenger hins vegar að losa sig við Abedayor og Bendtner enda eru þeir arfaslakir senterar, allt of hægir.  Hann veðrur að vera með alvöru senter, fljótan og tilbúinn til að leika fyrir liðið.  Bendtner er betri fyrir liðið því Abedayor er búinn að klúðra ótal sóknum með því að nenna ekki að koma sér úr rangstöðu tímanlega.  Auk þess sem hann er ekki nægilega fljótur sem framherji í þessum deildum, ensku og meistara.   Það er ástæða staðins sóknarleiks í dag, senterar hreyfðu vörnina ekki neitt, biðu bara á fjærstöng á milli tveggja turna.

En utd var mjög gott í dag. 


mbl.is Wenger: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

óheppnir

Merkilegt hvað Arsenal stendur sig vel þrátt fyrir að þeirra helstu vonarstjörnur eru í burtu a.m.k. einn í einu.  Eduardo allt síðasta tímabil, Rosincky allt þetta tímabil.  Fabregas og Walcott meira og minna núna sem og meiri hluti varnarinnar.  Ég vildi að West Ham hefði staðið sig svona þegar allir voru meiddir hjá þeim.  Ætli það sé nokkur í Arsenal liðinu sem hefur sloppið í vetur við meiðsl?


mbl.is Tveir á sjúkralistann hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naumur sigur

Einu sinni var 10 marka sigur nokkuð öruggur sigur en vegna dómgæslu á milli landa í handboltanum þá er alveg rétt að 10 marka sigur er ekki öruggur.
mbl.is Ólafur með 4 mörk í naumum sigri á Hamburg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissjónvarpið

Nú er komin frétt á fótbolti.net að það eigi að sýna landsleik í kvennaknattspyrnu á laugardag, kosningardag en samt er ekki hægt að sýna handbolta nokkrum dögum fyrir kosningar.  Hvers lags rugl er þetta.  Kvennalandsliðið er reyndar búið að standa sig frábærlega í knattspyrnunni en úrslitakeppnin í handbolta er líka gríðarlega gott sjónvarpsefni.

Vonandi verður sýnt frá leik í kvöld.


mbl.is Aron: „Verðum að sigra í kvöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnaveðmál

Ég veðja að stelpan verði skírð Landsbjörg.  Gerpir er frekar ljótt nafn á stelpu.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhverju að rústa.

Kristján hefur fundið nýjan bruna vettvang.  Brunarústir Akureyrar, Ísafjarðar og þjóðarinnar eru ekki nóg.  Nú skal reyna að rústa Sjálfsstæðisflokknum og verður það sjálfsagt lítið vandamál fyrir hann.  Ef hann vinnur þá skilur hann við hann þannig að hans vinir og kunningjar verða búnir að fá öll innri störf og allt sem hann kemur nálægt verður gert af persónulegum greiða.  Akureyrarbúar eiga núna Akureyrarvöll = bílastæði, áttu leiksvæði fyrir börn sem er orðið líkamsræktarstöð og síðast en ekki síst þá er menningarhús bæjarins svo dýrt að ekki er hægt að hita upp gervigrasvelli fyrir yngstu kynslóðina.

 Gangi honum vel að rústa áfram öllu því sem hann kemur að.

 


mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mönnum ekki sjálfrátt

Hvað er að mönnum.  Finnst virkilega einhverjum það sjálfsagt mál að HB Grandi greiði arðgreiðslur.  Meira að segja í hinni siðblindu Ameríku eru forstjórar að skamma þá sem taka slíkar ákvarðanir vegna ástandsins og aðstoðar sem fyrirtæki fá frá hinu opinbera.  Hér á Íslandi var gengið skrefi lengra.  Fyrirtæki fengu ekki aðstoð frá hinu opinbera heldur frá starfsmönnum með því að taka til baka launahækkun.  Ef HB Grandi getur greitt arð þá hlýtur sama fyrirtæki einfaldlega að geta gengið fram fyrir skjöldu og afþakkað þessa launahækkunarfrestun.  HB Grandi getur greitt arð og mannsæmandi laun.  Það eru góð skilaboð út í samfélagið.  HB Grandi getur greitt arð en ekki mannsæmandi laun, það eru ekki góð skilaboð.  HB Grandi getur greitt mannsæmandi laun en þetta árið er því miður ekki hægt að greiða arð eru líka góð skilaboð.

Þeir sem hafa efni á að taka áhættu í atvinnulífinu eiga að hafa efni á því að fá ekki aurinn alltaf til baka.  Þeir sem ráða sig í vinnu hjá fyrirtækjum eru ekki að taka áhættu, þeir eru að reyna að eiga fyrir salti í grautinn og saltið er orðið dýrt. 

Arður af fyrirtækjum hlýtur að ráðast af því hversu mikið stendur eftir þegar búið er að greiða þau laun sem á að greiða.  Ef ekki er hægt að greiða full umsamin laun þá getur varla verið mikið eftir til arðgreiðslu.  Ef búið er að greiða öll þau laun sem samið er um án undanþágu þá er líka allt í lagi að greiða arð svo lengi sem hann er ekki út í hróa eins og undanfarin ár.

 


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð - einmitt

Björgvin er annaðhvort lesblindur eða heimskur, eða bæði.  Hann hefur lesið einhvers staðar að þeir sem bera ábyrgð á klúðri eiga að segja af sér.  Þar sem hann er væntanlega a.m.k. lesblindur þá var hann lengi að lesa að þessari klásúlu í þeirri bók sem hann var að lesa.  Hann hætti væntanlega að lesa þar og kom því aldrei að kaflanum að þeir sem klúðra og segja af sér (að lokum) eiga að snúa sér að einhverju öðru en ekki að reyna að komast á sama stað aftur til að klúðra málum að nýju.  Að vísu er þetta ekki í fyrsta skipti sem Íslenskir lesblindir stjórnmálamenn gera þetta.  Árni Johnsen og Guðmundur Árni fóru báðir aftur í stjórnmál eftir afsögn.

Auðvitað á hann ekkert erindi á þing, hvað þá í ríkisstjórn.


mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins dauði er annars brauð

Merkilegt hvað það fylgir oft frétt um meiðsli í herbúðum Barcelona að Eiður ætti að eiga betri möguleika fyrir vikið. 

Er hann ekki búinn að fá að spila fullt.


mbl.is Iniesta frá keppni næstu vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband