Gjald í göngin

Menn ættu að hætta að rukka fyrir að keyra um Hvalfjarðargöngin.  Spurning um að flytja störf út á land.  Þeir sem missa vinnuna við að rukka ökumenn geta flust til Siglufjarðar og hafið störf við að rukka báða ökumennina sem fara um Héðinsfjörð.  Þar verður rukkað í ein 800.000 ár til að fá upp í kostnað.
mbl.is Ók 40 sinnum um Hvalfjarðargöng án þess að borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega rugl að hluti landsmanna þurfi að borga til að komast á milli staða. Við erum ekki ófá sem keyrum göngin á hverjum degi og mér finnst þetta mikil mismunun að Siglfirðingar fá sín göng frí en ekki við

Sigríður (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Eggert Karlsson

Það ætti að vera búið að taka þetta gangagjald af fyrir löngu . Gjaldið er ekkert annað en landsbyggðarskattur

Eggert Karlsson, 5.2.2008 kl. 15:02

3 identicon

bullið í ykkur

göngin eru gerð af einkaaðila sem rekur þau, ríkið á ekkert í þessum göngum en fá þau skuldlaust eftir nokkur ár...

ef þið týmið ekki að borga fyrir afnot af göngunum, þá getið þið bara keyrt hvalfjörðinn þveran og endilangann, landsbyggðin er ekkert of góð til að greiða fyrir þægindin eins og þéttbýlið, hættið þessu grenji og borgið fyrir það sem þið notið eins og undirritaður og aðrir góðir og gildir þegnar þessa lands.

utsynningur (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband