17.10.2007 | 20:20
Eyjólfi ekki um að kenna
Ég er ekki sammála því að Eyjólfur eigi að fara. Við vorum að spila á útivelli við þjóð sem er betri en við í fótbolta og því fór sem fór. Svo var náttúrulega vont veður, slæmar vallaraðstæður, ferðaþreyta í leikmönnum og þynnka. Leikmenn skildu ekki útlenskuna sem dómarinn talaði en það var á sama máli og Villi skildi ekki nokkrum dögum fyrr og svo til að kóróna ferðina þá var ekki boðið upp á svið og harðfisk í útlandinu þannig að okkar mönnum er vorkunn að þurfa að ferðast yfir höf og lönd til að etja kappi við ofurefli. Verum bara ánægðir að einhverjir nenna að standa í þessu.
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.