12.8.2009 | 13:30
Pottur brotinn hjá KSÍ
Að sjálfsögðu átti að fresta leiknum því að KSÍ klúðrar málunum. Það þýðir ekkert fyrir Þóri að bera fyrir sig að Hvöt hefði átt að redda öðrum markmanni. Þeir sóttu um undanþágu og fengu hana. Þar með þurftu þeir ekki að hafa áhyggjur fyrr en framkvæmdarstjóri KSÍ fer að vinna vinnuna sína sem hann hefði átt að gera áður en leyfið var veitt. Að plana eitthvað b þegar málið er í höfn er náttúrulega ekkert annað en tilraun til að sópa yfir eigin klúður. Ef KSÍ hefði ekki veitt undanþáguna þá hefði Hvöt eflaust reddað sér öðruvísi. Þórir gerir engum greiða með því að reyna að moka skítnum eitthvað annað. Biðjast frekar afsökunar og segjast ætla að breyta vinnureglum (er það ekki venjan þegar klúður á sér stað) KSÍ í þessum málum.
Þórir Hákonarson: Mistök af minni hálfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Burtséð frá því hvað þetta er fáránleg regla þá er þetta hárrétt hjá þér.
Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.