30.4.2009 | 15:49
óheppnir
Merkilegt hvað Arsenal stendur sig vel þrátt fyrir að þeirra helstu vonarstjörnur eru í burtu a.m.k. einn í einu. Eduardo allt síðasta tímabil, Rosincky allt þetta tímabil. Fabregas og Walcott meira og minna núna sem og meiri hluti varnarinnar. Ég vildi að West Ham hefði staðið sig svona þegar allir voru meiddir hjá þeim. Ætli það sé nokkur í Arsenal liðinu sem hefur sloppið í vetur við meiðsl?
Tveir á sjúkralistann hjá Arsenal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nicklas Bendtner, Song, Denilson, Kolo Toure, Sagna eru leikmenn sem hafa ekki meiðst til lengri tíma. Maður verður að undra sig á því hversu langt þetta lið hefur komist miðað við raðmeiðslin sem hrjáir þetta lið, rétt eins og West-Ham
Adebayor, Fabregas, Rosicky, Eduardo, Walcott allir meiddir í lengri tíma. Nú er Gallas út tímabilið, Clichy hefur misst þennan mánuð, Djourou og Silvestre skiptast á að vera heilir og meiðast, meiraðsegja markvörðurinn var meiddur í 2-3 vikur. V. Persie er krónískt meiddur og Nasri byrjaði tímabilið á því að vera meiddur annan hvern leik. Arshavin ekki enn meiðst en hann má ekki spila í meistaradeildinni. Diaby einnig meiddur í mánuð fyrir hverja 4-5 leiki sem hann spilar.
Ótrúlegur árangur verð ég að segja miðað við þennan lista.
Danni (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 16:42
Ekkert undarlegt með árangur Arsenal. Wenger er einn allra snjallasti stjórinn í bransanum í dag. Ótrúlegt hvað hann getur gert úr "noname" leikmönnum sem allt í einu spretta fram sem frábærir leikmenn.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 1.5.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.