28.1.2009 | 23:38
Fer forsetinn næst
Nú er ríkisstjórnin farin sem klúðraði eftirliti með eftirlitsstofnunum.
Davíð fer næst sem stjórnandi eftirlitsstofnunar.
Hvenær fer Ólafur Ragnar? sem hvatti og ferðaðist vítt og breitt með útrásarmönnunum.
Davíð undir væng Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, er sem sé ábyrgt að reka mann sem hafði ekkert að segja um rammann sem bankarnir unnu innan og hugmyndafræðilegan andstæðing arkitekta fjármálahrunsins - Sjálfstæðismanna - Eina manninn sem hefur haft dug og hugrekki til að segja Davíð Oddssyni að éta skít
OK, ég snýst á sveif með þér. Brennum sjálfstæðisflokkinn til grunna, hengjum alla sem kusu hann og hvern einasta framsóknarmann síðustu 20 ára. Förum í almennilegar nornaveiðar og lokum auglýsingastofunum, og bannfærum John Cleese fyrir að kynna Kaupþing. Hann bar enga ábyrgð á stefnu eða störfum, en leigði krafta sína. Ólafur gaf sína krafta í þágu þess sem ríkisstjórnin vann að að gera að veruleika...
Sjáum til - Mogginn er búinn að moka undir útrásarvíkingana og í hvert skipti sem birtist neikvæð skýrsla fylgdi því lofsöngur frá landráðamönnunum í Valhöll á annarri hverri síðu í nokkra daga. Setjum líka sjónvarpsstöðvarnar báðar af, þær voru báðar önnum kafnar við ð afvegaleiða þjóðina.
Eða eigum við að draga mörkin við þá sem báru ábyrgð, og hönnuðu þessa spilaborg? Þá sem stungu skýrslum undir stól og lugu?
Þetta er sókn eftir réttlæti, ekki nornaveiðar. Kall eftir ábyrgð og umbótum en ekki þjóðfélagshreinsunum.
Satt best að segja hefði ég búist við því af allaballanum gamla Ólafi að sjá í gegnum þetta eins og Steingrímur, Ögmundur og Vinstri Grænir gerðu ætíð, það er það sem hægt er að lá honum. En þar stoppar boltinn.
Rúnar Þór Þórarinsson, 29.1.2009 kl. 02:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.