9.1.2009 | 16:20
Glötuð tækifæri
Nú var kúkað upp á bak. Allt í lagi að að draga úr væntingum af fyrirhugaðri málsókn vegna þess að það hefði verið vonlaust að vinna hana. En að benda á að þá hefði verið að sóa peningum rétt eftir háðulega útreið úr gæluverkefninu hjá öryggisráðinu er ekki góð leið. Nær hefði verið að benda bara á að allir / flestir töldu að ekki hefði verið líklegt að við hefðum unnið. Peningar eru aukaatriði enda ekki um stóra upphæð í sjálfu sér að ræða miðað við það sem var mokað í gæluverkefnið og í önnur gæluverkefni s.s. sendiráðóráðsíuna og fleira.
Ingibjörg Sólrún missti hins vegar af gullnu tækifæri til að koma standandi niður úr þessu þegar hún veiktist í haust. Þá hefði hún átt að draga sig vegna veikinda úr stjórnmálum tímabundið og koma sterk inn þegar kosið væri næst ef hún kæmi þá eitthvað til baka.
Auðvitað skiptir það í sjálfu sér ekki máli þó málið myndi tapast, með því að fara í mál hefði verið bent á það sem gert var án okkar aðildar til að hjálpa bönkunum við að sporðreisast og renna örugglega í dýpið, kannski hefðu þeir gert það sjálfir´.
Væntu of mikils af dómsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.