Er íþróttafréttamaðurinn F.H.ingur?

Ég er að horfa á leikinn í sjónvarpinu og verð ég að segja að F.H.ingar voru heppnir, vægast sagt að Kristinn skyldi dæma aukaspyrnu þegar Fylkir skoraði nokkuð löglegt mark.  Þegar F.H.ingar skora aftur á móti heldur Fjalar boltanum og sparka F.H.ingar boltanum úr höndum hans sem er klárlega aukaspyrna.  Þannig að staðan ætti að vera 1 - 0 fyrir Fylki eða 0 - 0.  Þeir sem lýsa eru nokkuð sammála þessu.  Spurning með brot þegar Fylkir skorar en klárt brot þegar F.H. ingar skora.


mbl.is Jóhann hetjan í sigri Fylkis á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Hvað er "nokkuð löglegt mark"?  Eigum við kannski að láta Fylki fá hálft mark?

Annars hlýtur þú að hafa vit á þessu ef þú ert West Ham maður.  Bíð spenntur eftir að sjá þá hérna á sunnudaginn kemur. 

Kristján Magnús Arason, 13.7.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sammála, sá þetta eins í mínu sjónvarpi!

Björn Birgisson, 13.7.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er ánægður með þessi úrslit enda stuðningsmaður Keflavíkur. Nú er það í   höndum minna manna að hirða toppsætið annað kvöld þegar þeir mæta Fram í Laugardalnum. Mér fannst Fylkir vinna fyllilega fyrir þessum sigri, en auðvitað sóttu FHingar meira. En mér finnst athyglivert að þetta er annar leikurinn í röð þar sem FH fær á sig mark í uppbótartíma sem veldur því að þeir tapa leik. Þeir eru nú þekktari fyrir að klára frekar leiki svona sjálfir.

Gísli Sigurðsson, 13.7.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband