6.10.2007 | 14:03
Stjórnmálaóreiða
Það er alveg með eindæmum hvað stjórnmálamenn eru sjálfhverfir.
Framsóknarflokkurinn rétt nær einum manni inn í borgarstjórn og sest hann í oddasæti og veður yfir borgarbúa á skítugum skónum og hirðir allar þær krónur sem koma inn á vegum veitufyrirtækja og skiptir upp á milli hirðmanna sinna. Hann hefur nákvæmlega ekkert fylgi á bak við sig og það er hreint með ólíkindum hvað hann er að gera miðað við fylgið.
Sjálfsstæðisflokkurinn er ekkert skárri að hafa ekki burði til þess að standa upp og slíta samstarfinu í kjölfar svona fáránlegra samninga. Það verður gaman að fá reikninga fyrir orku inn um lúguna eftir einhver ár þegar strákarnir í borginni hafa klúðrað einhverri yfirtökunni og verða að hækka verðið á rafmagni / heitu vatni til að klóra yfir klúðrið, en hættir einhver, nei... hér þarf ekki að bera ábyrgð á klúðrinu nema þá hjá þeim sem reka heimilin þeir þurfa að axla ábyrgð en þeir sem reka fyrirtæki/stofnanir þeir eru í peningaáskrift hjá fjármálaráðuneytinu.
Merkilegt að forstjórar stofnana skuli ekki fjúka þegar ár eftir ár er farið heiftarlega fram úr fjárveitingum... ég veit að bankinn minn myndi ekki leyfa mér þetta..
Svo er annað líka en það er yfirtaka sveitarfélaga á verkefnum frá ríkinu. Sveitarfélögum er afhent verkefni sem kosta gríðarlega mikið en fá lítið sem ekkert með þessum verkefnum frá ríkinu. Sveitarfélögin eru eins og smákrakkar (án þess þó að ætla að gera lítið úr smákrökkum) sem fá nýtt dót, verða alsæl að fá fleiri leikföng en geta svo ekki gert neitt almennilegt úr því. Hvernig væri að sveitarfélögin tækju yfir rekstur landsvirkjunar og annarra stofnana sem gefa eitthvað af sér frekar en taka að sér það dýrasta og standa eftir slipp og snauð. Það er ekki furða að ríkiskassinn skili afgangi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.