Stjórnarandstaðan

Það er alveg merkilegt hvað allt snýst við á augabragði ef menn detta úr stjórn, skiptir þá oft engu máli hvort það er á Alþingi eða í stjórn félagasamtaka.  Það virðist vera skylda - mottó - að vera á móti þeim sem taka við, sérstaklega ef menn eru felldir í kosningu.  Nú eru stjórnarandstöðuflokkar að tilkynna að þeir ætli að standa vaktina á Alþingi saman.  Halló, þeir voru aldrei sammála á síðasta kjörtímabili, annar í stjórn en hinn í andstöðu en núna allt í einu eru þeir sammála um að vera á móti og það virðist vera nóg.  Nú er ég ekki að mæla málflutningi stjórnar bót heldur undrast að það að vera ekki í stjórn einfaldi málin.. nú er nóg að vera sammála að vera á móti stjórninni hvað sem tautar og raular.  Er ekki nær að taka afstöðu til hvers máls fyrir sig og standa þá annað hvort með stjórninni ef málið er til framdráttar en vera á móti ef það stríðir gegn stefnu flokksins, nema náttúrulega að stefna flokksins er einfaldlega, verum á móti stjórninni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Pólitík á Íslandi er undarleg tík, það að taka afstöðu til hvers máls virðist aldrei tíðkast hér, þó að menn hafi verið sammála einhverju í stjórnarsetu þá snarbreytist það ef í stjórnarandstöðu er komið.................undarleg pólitík.

Huld S. Ringsted, 3.10.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Eggert Karlsson

 

Pólitík á Íslandi er undarleg tík, það að taka afstöðu til hvers máls virðist aldrei tíðkast hér, þó að menn hafi verið sammála einhverju í stjórnaranstöðu þá snarbreytist það ef menn komast í stjórnaraðstöðu  ................undarleg pólitík.

 

Eggert Karlsson, 3.10.2007 kl. 21:08

3 Smámynd: Kolgrima

Vonandi bara að stjórnarandstaðan nái að stilla sína strengi saman - sterk stjórnarandstaða styrkir lýðræðið.

Gunnar, þú VERÐUR að viðurkenna að Steingrímur J og Guðni Ágústsson eru skemmtilegir! 

Kolgrima, 5.10.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband