Auðvitað er þetta frétt og hið versta mál!

Mér finnst alveg fínt að fréttir eru líka um almenning og það sem gerist hjá þeim. 

Það er nú ekki eins og allt þurfi að miðast við Reykjavík og hvað sé hægt að gera þar.  Ef það er ekki hægt að merkja bréf  Gunnar við kirkjuna, Reykjavík, má þá ekki gera það neins staðar annars staðar heldur.  Þessi 101 væðing landans er að ganga út í öfgar.  Auðvitað á að leyfa minni stöðum landsins að halda sínum sérkennum.  Þetta er smá mál en margt smátt gerir eitt stórt.  Það að aðkomufólk geti fengið vinnu við póstútburð er fínt.  Þá geta gömlu jaxlarnir á póstinum sagt því frá fólki.  Formlegheit eiga ekki alltaf að ganga fyrir því sem er almenningi tamt.


mbl.is Maddý í Húsinu fær ekki póst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. OK, þú hefur dálítið til þíns máls. En hvar eiga mörkin þá að vera?

Hvað á bærinn að vera stór til að svona ágætis dreifbýlis-reglur eigi að gilda?

Ef ég flyt á Siglufjörð og fæ vinnu við að bera út póstinn, þá verð ég að byrja á að þekkja nöfnin á húsunum og fólkinu?

Það er ekki víst að ég sjái alveg tilganginn í því á fyrstu dögunum? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Sjókrimmi

Sælir,

Þetta eru nú ekki margir einstaklingar sem eru með svona sérnefni hérna á Siglufirði. Og mér finnst bara persónulega að ef litlir bæjir eins og Siglufjörður sé með "dreifbýlisreglur" að leyfa því bara að vera, og það þurfa ekkert endilega að vera takmörk fyrir því hversu stór bærinn er bara ef það er til staðar að leyfa því að vera. 

Anna: Ef þú myndir flytja til Siglufjarðar þá yrði þér sagt strax hver væri hver og hvar hann ætti heima, starfsmaður færi með þér til að sýna þér það svo þú myndir ekki ruglast á því ;) 

Kveðja Hildur 

Sjókrimmi, 4.6.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband