5.3.2010 | 18:00
nýliðun
Merkilegt að leikmaður sem er varamaður í 21 árs liðinu skuli vera kominn í a landsliðið. Ég hefði haldið að það væru allnokkrir í 21 árs liðinu á undan eða eru þjálfararnir svona ósamstíga. Auk þess hefði maður haldið að leikmenn sem eru með meiri reynslu ættu að vera frekar en varamaður í unglingalandsliði. Merkilegt...
Fjórir nýliðar gegn Færeyjum og Mexíkó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegir Drottins eru órannsakanlegir, en ég held að það sé enn erfiðara að rannsaka vegi Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara.
Gísli Sigurðsson, 5.3.2010 kl. 21:34
Veistu nokkuð eitthvað um leikmanninn sem um ræðir?
Til gamans má nefna að hann hefur spilað fjóra af sex leikjum u-21 landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins, þarsem þeir eru fyrir ofan meistara Þýskalands í riðlinum. Í þessum fjórum leikjum hefur hann skorað þrjú mörk, auk þess sem hann var með markahæstu leikmönnum Íslandsmótsins í fyrra. Ef ég man rétt var hann í þriðja sæti (ef ekki, fjórða), fyrir aftan Björgólf Takefusa og Atla Guðnason, sem báðir eru í hópnum.
Ef ég man einnig rétt spilaði u-21 landsliðið 4-3-3, með tvo mjög framliggjandi kantmenn sem tvo af þessum framherjum. Sem þýðir að aðeins eitt hreint framherjapláss var laust, sem fór til Kolbeins, sem einnig er í A-hópnum. Þú vilt kannski stinga upp á betri, reynslumeiri framherja sem er laus í leikina?
Leifur Finnbogason, 6.3.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.