Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Borgarstjórn

Merkilegt hvað gerðist í vikunni.  Menn sem hafa stungið hvern annan í bakið eru orðnir samstarfsmenn í dag.  Hvað gera menn ekki fyrir smástund á stjórnarstólunum.  Eins og nokkrir þeirra hafa nefnt þá vilja þeir vera í meirihluta og er það þá til þess vinnandi að ganga á bak orða sinna, stefnu flokks síns ef að það dugar til að fá að "ráða".  En ráða þeir einhverju, hverjir ráða ef allir eru með mismunandi stefnu.   Verður þá ekki niðurstaðan sú að enginn flokkur fær sínu framgengt en allir eitthvað smá eða hvað..  Björn Ingi hefur nú sýnt það að ef hann vill eitthvað heitt þá verður það að ganga annars verður hann reiður - og fer að gráta.

Svandís ætlar að stjórna Orkuveitunni harðri hendi en Björn er þar áfram.  Flokkarnir hafa samþykkt að láta Orkuveituna ganga í gegnum mikið skoðunarferli en það væri nær að láta Björn Inga, Vilhjálm og Alfreð Þorsteins ganga í gegnum skoðunarferli, hafa þeir persónulega hagnast eitthvað á þessu endalausa brölti með Orkuveitu Reykjavíkur...

 Hvar endar þessi endaleysa... og hvernig.

Nú hlýtur allt að falla í ljúfa löð því að Dagur er með lausn á Sundabraut, Svandís er með lausn á Orkuveitumálum, Samfylking er með lausn á leikskólavandanum og eflaust kennaralaunavandanum líka, Frjálslyndir eru engin lausn og Björn Ingi er með lausn á heimilisútgjöldum sínum enda heldur hann öllum sínum bitlingum enda með eindæmum saklaus.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband