Færsluflokkur: Bloggar

Forgangur!!!

Ég er eiginlega alveg viss um að hafa lesið einhvers staðar að Ólafur hafi sagst ekki ætla að taka leikmenn úr 21 árs landsliði okkar til að nota í æfingaleikjum á meðan þeir ættu möguleika á að komast í úrslitakeppnina.  Nú eiga þeir enn góða möguleika og þá tekur hann 4 úr liðinu og skerðir þá væntanlega möguleika 21 árs liðsins.  Hvaða rugl er þetta og það á  móti Liechtenstein.  Hvers vegna er þetta gert... er ekki meiri reynsla fyrir þessa leikmenn að komast í úrslit á EM 21 árs landsliða.  Er þetta kannski rígur á milli þjálfara. 
mbl.is Eiður Smári með gegn Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný regla

Hvernig væri að í stað vítaspyrnukeppni fengju tveir leikmenn 30 sekúndur til að skora gegn varnarmanni og markmanni...  Þá vinnur liðið sem hefur betri knattspyrnumenn.
mbl.is Paragvæar lögðu Japani í vítaspyrnukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðlaunaréttur

Jæja Dr. Gunni nú færðu biðlaun og svo starfslokasamning.  Góður :-)  Jón Gnarr þar með búinn að uppfylla eitt kosningaloforð að vinir sínir fengju sinn skerf af kökunni.  Ekki semja af þér.
mbl.is Dr Gunni verður ekki formaður stjórnar Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppgerð?!?!

Loksins meiðsli hjá honum sem hann gerir sér ekki upp á leikvellinum.  Þó svo að hann sé góður er líka að vissu leyti gott að hann sé ekki að rúlla um vítateigana í suður-afríku að reyna að blekkja dómara.
mbl.is Didier Drogba missir af HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er þetta frétt og hið versta mál!

Mér finnst alveg fínt að fréttir eru líka um almenning og það sem gerist hjá þeim. 

Það er nú ekki eins og allt þurfi að miðast við Reykjavík og hvað sé hægt að gera þar.  Ef það er ekki hægt að merkja bréf  Gunnar við kirkjuna, Reykjavík, má þá ekki gera það neins staðar annars staðar heldur.  Þessi 101 væðing landans er að ganga út í öfgar.  Auðvitað á að leyfa minni stöðum landsins að halda sínum sérkennum.  Þetta er smá mál en margt smátt gerir eitt stórt.  Það að aðkomufólk geti fengið vinnu við póstútburð er fínt.  Þá geta gömlu jaxlarnir á póstinum sagt því frá fólki.  Formlegheit eiga ekki alltaf að ganga fyrir því sem er almenningi tamt.


mbl.is Maddý í Húsinu fær ekki póst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn hittast

Það getur ekki verið svo erfitt fyrir þessa fáu sem kusu framsóknarflokkinn að mæla sér mót.  Bæjarins bestu er prýðisstaður fyrir þá, þeir geta þá hlaupið í burtu þegar allt fer á versta veg.  Aftur á móti gæti mér ekki verið meira sama þó þeir myndu ekki hittast.  Formaður þeirra hefur gjörsamlega rústað þeirri rúst sem hann tók við með digurbarklegum upphrópunum og vill alls ekki ganga í takt til að leysa vandamál.

Framsókn verður eflaust jarðað í næstu kosningum formlega.


mbl.is Framsókn þarf nánari naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sport-tv.is

Magnað að sjá að sport-tv.is sé að fylgjast vel með margvíslegum íþróttaviðburðum og lýsa þeim.  Lýsendur í dag á leiknum við Austurríki voru mun betri og skemmtilegri heldur en margir stöðvar2sport menn sem og RUV íþróttafréttamenn.

Magnað framtak hjá þeim og vonandi senda þeir út frá úrslitum. 

 

Til hamingju stelpur og Sport-tv.


mbl.is Íslenska landsliðið fer á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

meðalskor

Það væri gaman að fá að sjá meðalskor efstu manna.  Held að Fabregas myndi þar hafa betur.  En fjöldi leikja er líka eitthvað sem menn verða að standa sig í til að verða enn mikilvægari. 
mbl.is Lampard stóð sig best allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði hann grætt á því

00á því að þeir ættu svona púsl á lager.  Hann hefði eflaust fengið nýtt en til að finna púslið sem van5taði í það fyrra hefði hann eflaust þúrft að púsla það nýja til að ná rétta púslinu.  Nú eða prófa öll 5000 (þúsund) púslin við gatið. 


mbl.is 5000 þúsund púsl en eitt vantar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er maðurinn virkilega svona heimskur!

Honum hefur ekki tekist að fá uppgefið hvers vegna gefin er út handtökuskipun!  Les hann ekki blöðin, talar hann ekki við fólk, hefur hann enga heilbrigða skynsemi. 

 

Ég á ekki til orð yfir hroka þessa manns og því miður þá vorkenni ég fjölskyldu hans vegna þess að hún þarf að vera fjölskylda hans en ekki vegna þess að það er verið að reyna að ná fram réttlæti og einhver athygli beinist að fjölskyldunni þess vegna.  Það var ekki eins og þau nutu ekki athyglinnar fyrir 3 - 5 árum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband